Overview
Erum að leita að vaktstjóra í framtíðarstarf á Smurstöðinni í Hörpu.
Um er að ræða fullt starf sem að unnið er á vöktum 2-2-3, opið er frá morgni til kvölds alla daga ársins.
Vaktstjóri þarf að hafa eftirfarandi kosti:
Stundvísi
Heiðarleiki
Jákvæðni
Úrræðagóður
Eftirtektarsamur
Samviskusamur
Þjónustulundaður
Dagarnir eru mjög breytilegir hjá okkur og þarf viðkomandi starfsmaður að vera einstaklega góður í að lesa í aðstæður og að taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Margir starfsmenn eru í vinnu hjá okkur og þarf vaktstjóri því að vera góður í mannlegum samskiptum.
Krefjumst þess að fá sakavottorð ásamt því að leita eftir meðmælum.
Staðan er laus fljótlega, eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Steindórsdóttir Veitingastjóri
Email: hrafnhildur@smurstodin.is
About KH Veitingar - Smurstöðin
Smurstöðin í Hörpu er í örum vexti og er opið hjá okkur alla daga ársins frá morgni til kvölds.
Á Smurstöðinni færðu smurbrauð framreitt úr íslensku hráefni með nýnorrænu yfirbragði, ásamt því að við bjóðum upp á veitingar frá bakarí okkar.
Smurstöðin er rekin af KH veitingum sem sjá um allan veitingarekstur í Hörpu.